Ruben Amorim hefur útskýrt af hverju það gengur illa hjá Brasilíumanninum Antony sem er ansi umdeildur.
Antony kostaði rúmlega 80 milljónir punda árið 2022 er Manchester United ákvað að kaupa hann frá Ajax.
Síðan þá hefur vængmaðurinn lítið sýnt á velli en er mögulega að öðlast nýtt líf í dag eftir komu Amorim sem tók við í nóvember.
,,Hann þarf meira sjálfstraust. Ef þú manst eftir Antony hjá Ajax, í dag vantar upp á sjálfstraustið til að taka menn á svo hann mun bæta sig,“ sagði Amorim.
,,Hann er að leggja sig mikið fram og er að reyna, hann er að spila meira innan vallar frekar en við hliðarlínuna.“
,,Þú þarft að leggja þig mikið fram og leggja hart að þér og það mun gera hann að betri leikmanni.“