Scott McTominay nýtur lífsins í botn hjá Napoli, en hann gekk í raðir félagsins frá Manchester United í sumar.
Þessi 28 ára gamli miðjumaður hafði verið hjá United allan sinn feril en tók skrefið til Ítalíu í sumar og hefur staðið sig vel.
„Ég tók þessa ákvörðun og horfði aldrei til baka. Það tók mig ekki langan tíma að taka þessa ákvörðun,“ segir McTominay.
„Ég vissi að þetta væri það sem ég vildi og mun aldrei sjá eftir þessu. Ég nýt mín í botn hjá Napoli.“
Skotinn er kominn með þrjú mörk og þrjár stoðsendingar það sem af er leiktíð í Serie A.