Búið er að draga í fyrstu umferð útsláttarkeppni Sambansdeildarinnar, en um er að ræða umspil um að komast í 16-liða úrslit.
Víkingur var auðvitað í pottinum eftir frábæran árangur sinn í keppninni fyrir áramót og mætir liðið gríska stórlðiðinu Panathinaikos, með Sverri Inga Ingason innanborðs.
Leikirnir fara fram 13. og 20. febrúar og er fyrri leikurinn hér heima.
Drátturinn í heild
Víkingur – Pantahinaikos
Gent – Real Betis
FCK – Heidenheim
Omonia – Pafos
Borac – Olimpija
Molde – Shamrock Rovers
TSC – Jagiellonia
Celje – APOEL