Það kom mörgum á óvart hver skoraði þrennu í gær er Chelsea spilaði við Shamrock Rovers í Sambandsdeildinni.
Hinn 18 ára gamli Marc Guiu skoraði þrjú mörk í 5-1 sigri Chelsea en hann fær mjög lítið að spila fyrir enska félagið.
Þrátt fyrir ungan aldur er Guiu ósáttur þessa stundina að sögn Enzo Maresca, stjóra liðsins, og vill fá meira að spila.
Aðrir sóknarmenn Chelsea eru þó að gera vel sem kemur niður á þeim spænska sem kom frá Barcelona í sumar.
,,Marc er nokkuð óánægður þar sem Nicolas Jackson og Christopher Nkunku eru að standa sig vel,“ sagði Maresca.
,,Þegar þú ert nía á vellinum og önnur nía er að gera vel, hvað getum við gert? Það er mikilvægt að þeir leggi sig fram á hverjum degi og svo fá þeir tækifærið.“