Enzo Maresca, stjóri Chelsea, ýjaði að því að Kiernan Dewsbury-Hall, sem gekk í raðir félagsins í sumar, gæti þegar verið á förum.
Dewsbury-Hall gekk í raðir Chelsea frá Leicester í sumar á 30 milljónir punda og voru miklar vonir bundnar við hann.
Þessi 26 ára gamli leikmaður hefur hins vegar verið í algjöru aukahlutverki og aðallega spilað í Sambansdeildinni og deildabikarnum.
„Við viljum ekki að leikmenn okkar fari en vandamálið er að stundum snýst þetta meira um þá. Ef þeir eru ekki sáttir og vilja spila meira er erfitt að halda þeim áfram,“ sagði Maresca eftir sigur á Shamrock Rovers í Sambansdeildinni í gær.