Paul Pogba er möguleika á leið á mjög óvæntan stað en sá staður er Brasilía þar sem hann þekkir lítið til.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Lucas Sposito en Pogba er án félags þessa stundina eftir að hafa yfirgefið Juventus.
Það er talað um Pogba á hverjum einasta degi í fjölmiðlum erlendis en hann er 31 árs gamall og má spila á ný í mars.
Frakkinn var dæmdur í langt leikbann fyrir steranotkun og hefur verið bendlaður við endurkomu til Englands.
Samkvæmt Sposito er Pogba opinn fyrir því að fara til Brasilíu og skrifa undir hjá Corinthians þar í landi.
Corinthians og Pogba eru talin vera í viðræðum varðandi kaup og kjör en skrefið myndi ekki hjálpa leikmanninum þegar kemur að plássi í leikmannahópi Frakklands á HM 2026.