Hakim Ziyech, fyrrum leikmaður Chelsea, er engan veginn sáttur hjá tyrkneska liðinu Galatasaray og ætlar sér burt í janúar.
Ziyech er á öðru tímabili sínu með liðinu en vill alls ekki vera lengur og hjólaði meðal annars í stjórann Okan Buruk í viðtalinu.
„Galatasaray er búið fyrir mér. Ég vil ekki spila hérna lengur og ætla annað í janúar. Ég hef aldrei séð svona slakan þjálfara. Ég sé eftir að hafa komið hingað,“ segir Ziyech.
Hann er samningsbundinn Galatasaray út tímabilið en það er nokkuð ljóst á þessu að hann mun ekki klára þann samning.