Reece James er farinn að æfa með aðallið Chelsea hluta úr æfingum á ný. Þetta sagði stjórinn Enzo Maresca á blaðamannafundi.
Hinn 25 ára gamli James hefur ekkert komið við sögu með Chelsea síðan snemma í síðasta mánuði vegna meiðsla aftan á læri, en hann hefur verið afar mikið frá vegna meiðsla undanfarin ár.