Nýr þáttur af Íþróttavikunni er kominn út og þar er gesturinn alls ekki af verri endanum, en sjálfur Gummi Ben mætir í heimsókn.
Að vanda hafa þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson umsjón með þættinum, sem kemur út alla föstudaga á 433.is.
Það er farið um víðan völl í þættinum, stóra fréttaviku, horfurnar í landsliðsþjálfaramálum, enska boltann og svo miklu fleira.
Horfðu á þáttinn í spilaranum eða hlustaðu á helstu hlaðvarpsveitum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl, Lengjunnar og Happy Hydrate