Barcelona er að skoða það að leita hjálpar hjá annað hvort Atletico Madrid eða Valencia fyrir verkefni á næsta ári.
Barcelona mun spila leiki í Meistaradeildinni 2025 en heimavöllur félagsins, Nou Camp, er ekki nothæfur þessa stundina.
Það er verið að endurnýja þennan goðsagnarkennda heimavöll og spilar Barcelona heimaleiki sína á Estadi Olimpic Luis í dag.
Samkvæmt nýjustu fregnum er sá völlur hins vegar ekki löglegur í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og þarf Barcelona því á hjálp að halda.
Nou Camp verður ekki tilbúinn fyrr en næsta sumar og munu Börsungar biðja um að fá heimavöll Valencia eða Atletico í láni tímabundið.
Barcelona þarf möguleika að finna lausn á málinu fyrir lok janúar en dregið verður í næstu umferðirnar þann 31.