fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
433Sport

Þorsteinn tekur margt jákvætt úr tapinu – „Við vorum að prófa hluti og rótera liðinu mikið“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 2. desember 2024 19:50

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segir að það megi taka margt jákvætt úr tapinu gegn Danmörku í vináttuleik í kvöld.

Liðin mættust á Spáni í öðrum vináttuleik Íslands í þessum landsleikjaglugga, en þeim fyrri lauk með markalausu jafntefli gegn Kanada. Niðurstaðan í kvöld var 0-2 tap.

„Auðvitað er danska liðið gott og allt það. Við vorum í smá basli í fyrri hálfleik í varnarleiknum og tímasetningum á pressu aðallega, vorum að stíga upp þegar liðið var ekkert klárt í að stíga upp allt saman. En þegar við gerðum þetta skipulega vorum við að koma okkur í góð færi og stöður,“ sagði Þorsteinn á samfélagsmiðlum KSÍ eftir leik.

Hann segir frammistöðuna hafa verið töluvert betri í seinni hálfleik.

„Sérstaklega varnarlega. Við fórum aðeins yfir þetta í hálfleik og gerðum þetta töluvert betur í seinni hálfleik. Frammistaðan var betri þá en leikurinn líka lokaðri heilt yfir.

Það er margt jákvætt sem við getum tekið úr þessum leik, við vorum að prófa hluti og rótera liðinu mikið.“

Viðtalið í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þorsteinn ræðir leik dagsins – „Þurfum á öllum okkar kröftum að halda“

Þorsteinn ræðir leik dagsins – „Þurfum á öllum okkar kröftum að halda“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid horfir til Manchester ef ekki tekst að landa Trent

Real Madrid horfir til Manchester ef ekki tekst að landa Trent
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt atvik: Girti niður um sig í beinni er milljónir manna horfðu

Sjáðu ótrúlegt atvik: Girti niður um sig í beinni er milljónir manna horfðu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fullyrt að viðræður við Salah séu farnar af stað og góðar líkur á að hann færi sig um set

Fullyrt að viðræður við Salah séu farnar af stað og góðar líkur á að hann færi sig um set
433Sport
Í gær

Ný treyja Sporting vekur mikla athygli – Ronaldo heiðraður

Ný treyja Sporting vekur mikla athygli – Ronaldo heiðraður
433Sport
Í gær

Ræddu áhugavert starf Íslendingsins – „Eru mögulega þreyttir á því“

Ræddu áhugavert starf Íslendingsins – „Eru mögulega þreyttir á því“