Ljóst er að Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki þegar verið verður í undankeppni HM 2026.
Drátturinn fer fram föstudaginn 13. desember, en undankeppnin verður leikin árið 2025.
Nú þegar er ljóst að Ísland verður í fjögurra liða riðli, en það helgast af því að liðið tekur þátt í umspili Þjóðadeildarinnar í mars og nær því ekki að spila leiki í undankeppninni þá.
Þau lið sem vinna sína riðla fara beint í lokakeppni HM, en liðin sem enda í öðru sæti fara í umspil um sæti í lokakeppninni.
Lokakeppnin verður að þessu sinni haldin í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó
Styrkleikaflokkur 1
Frakkland
Spánn
England
Portúgal
Holland
Belgía
Ítalía
Þýskaland
Króatía
Sviss
Danmörk
Austurríki
Styrkleikaflokkur 2
Úkraína
Svíþjóð
Tyrkland
Wales
Ungverjaland
Serbía
Pólland
Rúmenía
Grikkland
Slóvakía
Tékkland
Noregur
Styrkleikaflokkur 3
Skotland
Slóvenía
Írland
Albanía
Norður-Makedónía
Georgía
Finnland
Ísland
Norður-Írland
Svartfjallaland
Bosnía
Ísrael
Styrkleikaflokkur 4
Búlgaría
Lúxemborg
Hvíta-Rússland
Kovósó
Armenía
Kasakstan
Aserbaídsjan
Eistland
Kýpur
Færeyjar
Lettland
Litháen
Styrkleikaflokkur 5
Moldóva
Malta
Andorra
Gíbraltar
Liechtenstein
San Marínó