0-2 tap var niðurstaðan hjá íslenska kvennalandsliðinu gegn því danska, er liðin mættust í vináttulandsleik á Spáni í dag.
Um var að ræða annan leik Íslands í þessum landsleikjaglugga en liðið gerði markalaust jafntefli við Kanada á föstudag.
Signe Bruun, leikmaður Real Madrid, gerði bæði mörk Danmerkur í fyrri hálfleik í dag og nokkuð sanngjarn sigur þeirra staðreynd.
Næstu leikir Íslands eru gegn Frakklandi og Sviss í Þjóðadeildinni í febrúar.