Pep Guardiola fær allt að 200 milljónir punda til að eyða í leikmenn í janúar eftir arfaslakt gengi Manchester City undanfarið ef marka má frétt Daily Star.
City hefur ekki unnið í sjö leikjum í röð. Í gær tapaði liðið þá 2-0 fyrir toppliði Liverpool og er í fimmta sæti, 11 stigum frá lærisveinum Arne Slot.
Eftir afar rólegan sumarglugga átti Guardiola að fá 100 milljónir punda til að eyða í janúar en nú er því haldið fram að sú upphæð verði tvöfölduð.
City hefur áhuga á mönnum eins og Martin Zubimendi, Viktor Gyokeres og Bruno Guimaraes ef marka má enska miðla.