Eins og mikið hefur verið fjallað um hefur Real Madrid áhuga á að fá Trent Alexander-Arnold frá Liverpool næsta sumar. Félagið skoðar þó fleiri kosti.
Trent verður samningslaus á Anfield næsta sumar og gæti farið frítt til Real Madrid.
Það er þó enn óljóst og fari svo gæti Real Madrid reynt við Diogo Dalot hjá Manchester United í hans stað.
Spænski miðillinn Relevo greinir frá en Real Madrid er til í að borga 50 milljónir evra fyrir Dalot, sem hefur verið lykilhlekkur í liði United um nokkurt skeið.
Portúgalinn skrifaði undir nýjan samning við United 2023 og gildir hann í tæp fjögur ár til viðbótar.