Stuðningsmenn Manchester United fengu jákvæð tíðindi í dag því Leny Yoro er að snúa aftur úr meiðslum. Þá er staðfest að Bruno Fernandes verði með gegn Arsenal á miðvikudag.
Yoro gekk í raðir United í sumar og er afar spennandi miðvörður, en hann hefur ekkert spilað á leiktíðinni vegna meiðsla. Það er hins vegar búist við því að hann verði í leikmannahópnum gegn Arsenal á miðvikudag.
„Við verðum að fara varlega. Við höfum ekki getað fengið mikið af æfingum saman,“ sagði Ruben Amorim, nýr stjóri United, um Yoro.
Þá stafesti Amorim að Fernandes verði með þrátt fyrir að hafa farið meiddur af velli gegn Everton í gær.
„Það er ekkert vandamál. Hann þarf ekki mikla hvíld og er klár í að spila,“ sagði Amorim um samlanda sinn.