Knattspyrnugoðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen segir nánast klárt að Liverpool standi uppi sem sigurvegari ensku úrvalsdeildarinnar í vor.
Þetta sagði Eiður í Vellinum á Símanum Sport eftir sannfærandi 2-0 sigur Liverpool á Manchester City í gær. Forysta liðsins á City er nú 11 stig og 9 stig á Arsenal sem er í öðru sætinu.
Eiður sagði leik gærdagsins hafa komið sér á óvart.
„Hann gerði það af því að við erum að horfa á leik núna og hugsuðum að Manchester City er búið að vera í þessu ferli núna, tapa fimm, sex leikjum í röð sem hefur aldrei gerst undir stjórn Guardiola,“ sagði hann.
„City mætti á Anfield eltandi Liverpool og þurfti að vinna leikinn en í dag fannst mér við fá staðfestingu á því að Liverpool er bara að fara að vinna deildina,“ bætti Eiður við.