Víkingur Reykjavík er búið að tryggja sér sæti í umspilsleik í að komast í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar.
Þetta varð ljóst í kvöld eftir að Víkingar mættu austurríska félaginu LASK Linz í lokaumferðinni.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleiknum.
Víkingur mun spila við annað hvort Olimpija frá Slóveníu eða þá Panathinaikos frá Grikklandi í umspilinu.
Sverrir Ingi Ingason er leikmaður Panathinaikos sem er eitt það sterkasta í sínu heimalandi.