Víkingur Reykjavík er í góðri stöðu í Sambandsdeildinni þessa stundina en spilað er í lokaumferðinni.
Víkingar eru að öllum líkindum á leið í umspil um sæti í 16-liða úrslitum en staðan í Austurríki er 1-1 þessa stundina.
Víkingar leika við lið LASK frá Austurríki en Ari Sigurpálsson gerði mark Víkinga úr vítaspurnu.
Staðan var 1-0 í aðeins þrjár mínútur en Marin Ljubicic jafnaði metin fyrir heimaliðið stuttu seinna.
Chelsea er á sama tíma að spila gegn Shamrock frá Írlandi þar sem hinn 18 ára gamli Marc Guiu hefur skorað þrennu.
Staðan er 4-1 fyrir þeim ensku sem eru löngu komnir áfram.