fbpx
Föstudagur 20.desember 2024
433Sport

Tók eina ótrúlegustu ákvörðun í sögu bransans: Rak hvern einn og einasta úr starfi – ,,Einn erfiðasti dagur í mínu lífi“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 19. desember 2024 19:30

Husic hér til hægri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fáir með jafn kröfuharðann yfirmann og lið Sloboda Tuzla sem spilar í efstu deildinni í Bosníu og er í miklum vandræðum eftir 17 leiki.

Sloboda hefur ekki unnið leik á öllu tímabilinu og er í botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig.

Gengið hefur svo sannarlega verið ömurlegt en liðið hefur gert tvö jafntefli og tapað 15 ásamt því að skora aðeins fimm mörk og fá á sig 36.

Það eru heil 19 stig í öruggt sæti í deildinni og hefur eigandi félagsins því ákveðið að taka málin í sínar hendur.

Azmir Husic, eigandi liðsins, hefur ákveðið að reka alla leikmenn Sloboda sem og þjálfara liðsins og vill endurbyggja á næstu vikum og mánuðum.

Vetrarfríið ef farið af stað í Bosníu en næsti leikur Sloboda er um miðjan febrúar og er því nægur tími til stefnu.

Það eru enn 16 leikir eftir í deildarkeppninni og er Huzic sjálfur vongóður að með réttum leikmönnum geti félagið haldið sér uppi í efstu deild.

Til að bæta gráu ofan á svart þá er félagið í töluverðum fjárhagsvandræðum en Huzic virðist sjálfur vera vongóður varðandi framhaldið.

,,Þetta var einn erfiðasti dagurinn í mínu lífi. Ég þurfti að tjá öllum leikmönnum að þeir væru ekki lengur hluti af félaginu,“ sagði Huzic.

,,Við höfum nú þegar látið alla leikmennina fara og ég er búinn að ræða við Nalic þjálfara og okkar samstarfi er lokið.“

,,Ég er þó sannfærður um að við getum fengið inn betra lið en það sem við vorum með í höndunum sem hefur fengið tvö stig hingað til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar á eftir fyrrum stjörnu úr ensku úrvalsdeildinni

Ryan Reynolds og félagar á eftir fyrrum stjörnu úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjöldi liða í Sádí vill Rashford

Fjöldi liða í Sádí vill Rashford
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arnar léttur fyrir stóru stundina – „Fyrir ári síðan var ég í IKEA, sem er versta martröð allra karlmanna“

Arnar léttur fyrir stóru stundina – „Fyrir ári síðan var ég í IKEA, sem er versta martröð allra karlmanna“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óskar Hrafn tjáir sig um samstarfið við Ólaf sem var sagt stormasamt – „Snerist ekki um það að við höfum unnið mikið eða lítið saman“

Óskar Hrafn tjáir sig um samstarfið við Ólaf sem var sagt stormasamt – „Snerist ekki um það að við höfum unnið mikið eða lítið saman“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allt vitlaust eftir að þessi mynd birtist af Rooney – „Algjör svikari“

Allt vitlaust eftir að þessi mynd birtist af Rooney – „Algjör svikari“
433Sport
Í gær

Choupo-Mouting skrifar undir í Bandaríkjunum

Choupo-Mouting skrifar undir í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Var algjörlega gleymdur en byrjaði fyrsta leik sinn í næstum 600 daga

Var algjörlega gleymdur en byrjaði fyrsta leik sinn í næstum 600 daga
433Sport
Í gær

Óskar opnar sig um endalokin í Kópavoginum – „Ekki hægt að líta á það öðruvísi en að ég hafi verið rekinn, þetta var ekki skets í Fóstbræðrum“

Óskar opnar sig um endalokin í Kópavoginum – „Ekki hægt að líta á það öðruvísi en að ég hafi verið rekinn, þetta var ekki skets í Fóstbræðrum“
433Sport
Í gær

Íslensk knattspyrna 2024 er komin út

Íslensk knattspyrna 2024 er komin út