Það er búið að draga í undanúrslit enska deildabikarsins en 8-liða úrslitin kláruðust nú í kvöld.
Það var engin smá leikur í boði til að klára þessa umferð en Tottenham vann Manchester United 4-3.
Tottenham tryggði sér þar með sæti í næstu umferð og kemst í hóp með Arsenal, Newcastle og Liverpool.
Arsenal vann Crystal Palace í gær, Liverpool vann Southampton í tæpum leik og þá sló Newcastle lið Brentford úr leik.
Hér má sjá hvernig undanúrslitin líta út en leikið er heima og að heiman. Arsenal byrjar heima gegn Newcastle og Tottenham byrjar heima gegn Liverpool.
Arsenal – Newcastle
Tottenham – Liverpool