Cole Palmer, stjarna Chelsea, skaut hressilega á liðsfélaga sinn Romeo Lavia í gær en þeir leika saman undir stjórn Enzo Maresca.
Það eru ekki allir sem vita að Maresca er á samskiptamiðlinum Instagram en hann er þó alls ekki virkur á sínum aðgangi.
Lavia birti nokkrar myndir af sér ásamt liðsfélögum á æfingasvæðinu en á einni mynd mátti sjá Maresca.
Lavia ákvað að ‘tagga’ Maresca í þeirri mynd og vonaðist mögulega eftir því að sá ítalski myndi fylgja honum á Instagram í kjölfarið.
,,Af hverju ertu að ‘tagga’ stjórann eins og hann sé að fara að fylgja þér?“ skrifaði Palmer og bætti við hláturskalli.
Maresca er að fylgja sjö aðilum á Instagram en þar er enginn leikmaður liðsins heldur aðeins karla og kvennalið Chelsea, enska úrvalsdeildin, FIFA, UEFA og UNICEF.