Enska C-deildarliðið Wrexham er á eftir Patrick Bamford, sem sló í gegn með Leeds í ensku úrvalsdeildinni fyrir aðeins nokkrum árum.
Hinn 31 árs gamli Bamford er í dag ekki inni í myndinni hjá Leeds í ensku B-deildinni, en hann hefur hvorki skorað né byrjað leik á þessari leiktíð.
Hann horfir því annað og hefur Genoa á Ítalíu meðal annars áhuga. Það hefur Wrexham einnig sem fyrr segir.
Liðið hefur verið á þvílíkri uppleið undanfarin ár og virðist ætla að spóla sig upp um deild þriðja tímabilið í röð. Félagið er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney og ætlar sér í næstefstu deild.
Það gæti þó orðið erfit eins og staðan er í dag að ganga að launapakka Bamford, en hann er með um 40 þúsund pund á viku hjá Leeds.
Bamford á að baki einn landsleik fyrir England, árið 2021 gegn Andorra í kjölfar þess að hafa staðið sig vel með Leeds í úrvalsdeildinni.