Reynsluboltinn Sergio Ramos hefur hafnað því að ganga í raðir argentíska félagsins Boca Juniors samkvæmt miðlum þar í landi.
Ramos, sem er orðinn 38 ára gamall, hefur verið samningslaus frá því hann yfirgaf Sevilla í sumar en virðist ekki liggja á að finna sér nýtt félag.
Ramos á glæstan feril að baki, þá aðallega með Real Madrid. Hefur hann unnið allt sem hægt er að vinna í félagsliðaboltanum og þá einnig með spænska landsliðinu.