Fulham hefur áhuga á að krækja í Evan Ferguson frá Brighton í janúarglugganum. Þetta kemur fram í Independent.
Hinn tvítugi Ferguson þótti gríðarlega spennandi þegar hann kom fyrst fram á sjónvarsviðið og var orðaður við stórlið. Hann hefur hins vegar verið í aukahlutverki á þessari leiktíð, í raun varaskeifa fyrir Joao Pedro.
Fulham telur sig hafa not fyrir hann og vill fá hann á láni þegar janúarglugginn opnar, eftir því sem fram kemur í nýjsutu fréttum.
Fulham er að eiga flott tímabil og er í áttunda sæti með 24 stig eftir 16 leiki. Liðið vill keyra á eitt af Evrópusætunum fyrir næstu leiktíð og sækist því eftir að styrkja sig í janúar.