fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
433Sport

Frændi Jóns og Viðars blandar sér í stóra FH-málið – Hjólar í verðandi bæjarstjóra og segir ákveðna aðila hafa horn í síðu bræðranna

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. desember 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugi Halldórsson gaf lítið fyrir stóra FH-málið, sem hefur verið fyrirferðamikið í fjölmiðlum undanfarna daga, í hlaðvarpi hans og Sigmars Vilhjálmssonar, 70 mínútum.

Hafnarfjarðarbær fékk Deloitte til að skoða bókhald aðalstjórnar FH vegna kostnaðar við byggingu á Skessunni og misræmis í ársreikningum félagsins. Tengist það viðræðum um kaup bæjarins á knatthúsinu. Mörgum var brugðið er skýrsla Deloitte lá fyrir.

Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, fékk til að mynda 61 milljón króna fyrir að stýra byggingarframkvæmdum á Skessunni, sem ekki var gert ráð fyrir í samkomulagi við bæinn. Þá hefur félag í eigu bróður hans, Jóns Rúnars Halldórssonar, Best Hús, fengið nærri 400 milljónir króna greiddar frá FH undanfarin ár. Samkvæmt ársreikningum þess félags námu tekjurnar þó aðeins 99 milljónum króna á árunum 2018-2022.

Málið var tekið fyrir í 70 mínútum. Þess má geta að faðir Huga er bróðir Viðars og Jóns.

„Það er klárlega einhver þarna sem er í nöp við þessa menn og hvernig þeir vinna, sem er bara allt í lagi, það er fínt að einhverjir séu ósammála,“ sagði Hugi.

„Það er engin frétt. Það er búið að gefa öll svör og Hafnarfjarðarbær er með öll svör og það er kaupsamningur á miðvikudegi.“

Gagnrýnir verðandi bæjarstjóra harðlega

Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og verðandi bæjarstjóri, veitti RÚV viðtal í vikunni. Þar sagði hann að svör hafi ekki borist við öllum þeim spurningum sem bærinn bar upp til FH, líkt og Hugi virðist gefa í skyn, og jafnframt að hann skildi að ólga væri á meðal bæjarbúa vegna málsins, sem mörgum þykir tortryggilegt.

„Hann á ekki upp á pallborðið hjá mér miðað við þetta komment. Hann á að lægja svona öldur, segjast vera búinn að fá þessi svör og að þetta sé allt upp á borðum,“ sagði Hugi um ummæli Valdimars.

Hugi segir þó að vissulega hafi ekki verið rétt staðið að öllu er kom að bókhaldi félagsins á byggingartíma Skessunnar.

„Glæpurinn, innan gæsalappa, er sá að mikið af þessu er vitlaust bókað. Það lítur út eins og Viðar hafi fengið ávísun upp á 61 milljón króna en þetta spannar tíu ára tímabil, þar sem hann er ráðinn með vitneskju allra um að vera ábyrgðaraðili. Þetta gengur alveg aftur til frjálsíþróttahússins. Það var búið að skítamixa eitthvað bókhald. Vinnan hans yfir tíu ára tímabil er bókuð á Skessuna og það er það sem gerir þetta tortryggilegt.

Jón Rúnar fékk 400 milljónir greiddar og það fór allt til Noregs. Hann er bara umboðsaðili hússins. Ef einhver myndi einhvern tímann halda því fram að Jón Rúnar Halldórsson myndi gera eitthvað sem væri ekki gott fyrir FH, ég ætla biðja þann um að éta það sem úti frýs. Hann er búinn að setja tugi milljóna í klúbbinn og tugi milljóna klukkustunda. Þeir sem halda öðru fram, étiði skít.“

Þess má geta að Hafnarfjarðarbær gerir ráð fyrir milljarði króna í greiðslu fyrir Skessuna á næsta ári, en þetta sagði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri við mbl.is í gær. Verði af kaupunum myndu þó 200 milljónir standa eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Chelsea sannfærði ungstirni um að vera áfram

Chelsea sannfærði ungstirni um að vera áfram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stjórinn tjáir sig um bann Mudryk

Stjórinn tjáir sig um bann Mudryk
433Sport
Í gær

Bærinn ýjar að því að gjaldþrot FH sé hugsanlegt – Svona hljóðar lagagreinin sem vísað er í

Bærinn ýjar að því að gjaldþrot FH sé hugsanlegt – Svona hljóðar lagagreinin sem vísað er í
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um ummæli Rashford í gær – „Við höfum hana hér“

Amorim tjáir sig um ummæli Rashford í gær – „Við höfum hana hér“
433Sport
Í gær

Arteta gefur í skyn að hann muni ekki gera það sem margir kalla eftir

Arteta gefur í skyn að hann muni ekki gera það sem margir kalla eftir
433Sport
Í gær

Fundur á dagskrá – Gæti farið frá United eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu

Fundur á dagskrá – Gæti farið frá United eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu