Það er mikill áhugi á Marcus Rashford í Sádi-Arabíu. Telegraph segir frá þessu.
Dagar Rashford hjá Manchester United virðast senn taldir, en hann er úti í kuldanum hjá nýja stjóranum Ruben Amorim.
Englendingurinn er sjálfur opinn fyrir því að fara og hefur til að mynda verið orðaður við Paris Saint-Germain.
Það er þó vel mögulegt að hann endi í Sádí en stórlðin Al-Hilal, Al-Nassr og Al-Ahli hafa öll áhuga, sem og nýliðar Al-Qadsiah.
Það þarf svo að koma í ljós hvort Rashford sé til í að taka skrefið út fyrir Evrópuboltann, en ljóst er að henn fengi vel greitt fyrir sín störf í Sádí.