Tottenham 4 – 3 Manchester United
1-0 Dominic Solanke
2-0 Dejan Kulusevski
3-0 Dominic Solanke
3-2 Joshua Zirkzee
3-2 Amad Diallo
4-2 Heung Min Son
4-3 Jonny Evans
Manchester United er úr leik í enska deildabikarnum eftir leik við Tottenham sem fór fram í kvöld.
Um var að ræða fjörugan leik en sjö mörk voru skoruð og komst heimaliðið frá London í 3-0.
Dominic Solanke skoraði tvö af þeim mörkum en United gafst ekki upp og lagaði stöðuna í 3-2.
Fraser Forster var ekki öruggur í marki Tottenham í leiknum og það sama má segja um Altay Bayindir hjá gestunum.
Heung Min Son tryggði Tottenham að lokum sigur en hann skoraði beint úr horni undir lok leiks.
United tókst þó að laga stöðuna í 4-3 einnig úr hornspyrnu en Jonny Evans kom þar boltanum í netið.