fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
433Sport

Amorim vill ólmur styrkja stöðuna og sex eru nefndir til sögunnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. desember 2024 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt helstu miðlum er nokkuð ljóst að Ruben Amorim, stjóri Manchester United, er á höttunum eftir vinstri bakverði í janúarglugganum.

Luke Shaw verður frá í einhvern tíma og þá vill Amorim nýjan leikmann til að spila vængbakvarðastöðuna í kerfinu sínu.

Nuno Mendes hjá Paris Saint-Germain, Rayan Ait-Nouri hjá Wolves, Ben Chilwell hjá Chelsea, Alphonso Davies hjá Bayern Munchen, Theo Hernandez hjá AC Milan og hinn ungi Alvaro Carreras hjá Benfica hafa allir komið til tals og eru nefndir í fjölmiðlum í dag.

United þarf þó að losa um fjármuni áður en nýir leikmenn mæta á svæðið. Einfaldasta leiðin til þess í dag væri sennilega sú að selja Marcus Rashford, sem er úti í kuldanum hjá Amorim og er opinn fyrir því að fara.

Ef ekki gæti Amorim þurft að sætta sig við að bíða fram á næsta sumar með að fá nýjan vinstri bakvörð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Chelsea sannfærði ungstirni um að vera áfram

Chelsea sannfærði ungstirni um að vera áfram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stjórinn tjáir sig um bann Mudryk

Stjórinn tjáir sig um bann Mudryk
433Sport
Í gær

Bærinn ýjar að því að gjaldþrot FH sé hugsanlegt – Svona hljóðar lagagreinin sem vísað er í

Bærinn ýjar að því að gjaldþrot FH sé hugsanlegt – Svona hljóðar lagagreinin sem vísað er í
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um ummæli Rashford í gær – „Við höfum hana hér“

Amorim tjáir sig um ummæli Rashford í gær – „Við höfum hana hér“
433Sport
Í gær

Arteta gefur í skyn að hann muni ekki gera það sem margir kalla eftir

Arteta gefur í skyn að hann muni ekki gera það sem margir kalla eftir
433Sport
Í gær

Fundur á dagskrá – Gæti farið frá United eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu

Fundur á dagskrá – Gæti farið frá United eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu