fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
433Sport

Tómas Bent genginn í raðir Vals

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. desember 2024 18:01

Mynd: Valur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Bent Magnússon er genginn í raðir Vals frá ÍBV. Skiptin hafa legið í loftinu en eru nú staðfest.

Um er að ræða 22 ára gamlan miðjumann og gerir hann þriggja ára samning á Hlíðarenda.

Tómas spilaði stóra rullu er ÍBV fór upp úr Lengjudeildinni og í þá Bestu í haust.

Tilkynning Vals
Tómas Bent Magnússon 22 ára miðjumaður skrifaði í dag undir þriggja ára samning við okkur í Val. Tómas Bent kemur til okkar frá ÍBV þar sem hann hefur verið lykilmaður síðustu ár og átti frábært tímabil með eyjamönnum sem fóru upp úr Lengjudeildinni í sumar.

„Tómas hefur verið að æfa með okkur undanfarið og þjálfarateymið hefur hrifist mjög af frammistöðunni. Hann er leikmaður sem við teljum að muni styrkja hópinn okkar enda býr hann yfir hæfileikum sem öll alvöru lið þurfa. Það fer gott orð af honum og við sjáum það strax að þetta er strákur sem ætlar sér langt. Við munum gera það sem við getum til að hann nái sínum markmiðum á sama tíma og hann mun hjálpa okkur að verða enn betra lið,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals.

Við bjóðum Tómas Bent hjartanlega velkominn í Val.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Virt blað segir þetta ýta undir möguleikann á að Rashford fari afar óvænt til Manchester City

Virt blað segir þetta ýta undir möguleikann á að Rashford fari afar óvænt til Manchester City
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gæti yfirgefið United og haldið aftur til Spánar

Gæti yfirgefið United og haldið aftur til Spánar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim tjáir sig um ummæli Rashford í gær – „Við höfum hana hér“

Amorim tjáir sig um ummæli Rashford í gær – „Við höfum hana hér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Er mjög svartsýnn á að landa ungstirninu

Er mjög svartsýnn á að landa ungstirninu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fimm mögulegir áfangastaðir fyrir Rashford sem vill fara frá United

Fimm mögulegir áfangastaðir fyrir Rashford sem vill fara frá United
433Sport
Í gær

Fjalar ráðinn til Vals

Fjalar ráðinn til Vals
433Sport
Í gær

Víkingur fengið tilboð í Gísla Gottskálk – „Ekki alveg jafngóð og við teljum virði hans vera“

Víkingur fengið tilboð í Gísla Gottskálk – „Ekki alveg jafngóð og við teljum virði hans vera“