Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, hafði engan áhuga á að ræða Marcus Rashford, leikmann Manchester United, fyrir leik liðanna á morgun.
Ástralinn ræddi við blaðamenn í tilefni að leik liðanna í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins annað kvöld. Var hann til að mynda spurður út í stöðuna á Rashford, sem nú er sterklega orðaður frá United, en hann virðist vera úti í kuldanum hjá Ruben Amorim.
„Það eru alltaf læti í kringum Manchester United. Hvar hefurðu verið?“ sagði Postecouglou við blaðamanninn í dag.
„Ég hef ekki áhuga og mér er alveg sama. Hann er leikmaður Manchester United, mjög góður leikmaður en ég hef enga löngun í að ræða það neitt frekar.“
🚨⛔️ Ange Postecoglou on Marcus Rashford: “There’s always noise about Man United, where have you been? No interest, do NOT care”.
“He’s a Man United player, very good player. I have no real desire to examine any it further”.@BeanymanSports 🎥 pic.twitter.com/x0ob0WWSAR
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 18, 2024