Jamal Musiala segir enga tíðindi að vænta af framtíð sinni eða nýjum samningi við Bayern Munchen.
Hinn 21 árs gamli Musiala hefur verið stórkostlegur fyrir Bayern undanfarin ár þrátt fyrir ungan aldur, en samningur hans við félagið rennur út eftir næstu leiktíð.
Stuðningsmenn Bayern vilja ólmir sjá Musiala skrifa undir, en hann hefur einnig verið orðaður annað.
„Ég get því miður ekki gefið stuðningsmönnunum neina jólágjöf. Það verða engar fréttir í náninni framtíð,“ segir Musiala hins vegar í nýju viðtali við BILD.