Arsenal er komið í undanúrslit enska deildabikarsins eftir endurkomusigur á Crystal Palace í kvöld.
Jean-Philipe Mateta kom Palace yfir í upphafi leiks og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Þá var hins vegar komið að Gabriel Jesus.
Brasilíumaðurinn jafnaði metin fyrir Arsenal á 54. mínútu og tæpum 20 mínútum síðar kom hann þeim yfir. Jesus tvöfaldaði forskot Arsenal svo á 81. mínútu og sigurinn virtist í höfn.
Fyrrum Arsenal leikmaðurinn Eddie Nketiah minnkaði hins vegar muninn á 85. mínútu og gerði spennu úr þessu en nær komust gestirnir ekki.
Arsenal verður því í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit.