fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
433Sport

Innanbúðarátök í Kaplakrika: Sigurður telur ljóst að Viðar þurfi að víkja – „Erum sorgmædd og orðlaus“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. desember 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður frjálsíþróttadeildar FH vandar aðalstjórn félagsins og formanninum, Viðari Halldórssyni, ekki kveðjurnar í kjölfar þess að erindi Hafnarfjarðarbæjar til félagsins er snýr að bókhaldi við byggingu á knatthúsinu Skessunni birtist almenningi í gær.

Hafnarfjarðarbær fékk Deloitte til að skoða bókhald aðalstjórnar FH vegna kostnaðar við byggingu á Skessunni og misræmis í ársreikningum félagsins. Tengist það viðræðum um kaup bæjarins á knatthúsinu. 433.is birti erindi bæjarins fyrst miðla í gær.

Meira
Hafnarfjarðarbær sendir langt erindi til FH og krefst svara – „Þessi ákvörðun er tekin án samþykkis“

Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, fékk til að mynda 61 milljón króna fyrir að stýra byggingarframkvæmdum á Skessunni, sem ekki var gert ráð fyrir í samkomulagi við bæinn. Þá hefur félag í eigu bróður hans, Jóns Rúnars Halldórssonar, Best Hús, fengið nærri 400 milljónir króna greiddar frá FH undanfarin ár. Samkvæmt ársreikningum þess félags námu tekjurnar þó aðeins 99 milljónum króna á árunum 2018-2022.

Aðalstjórn FH sendi frá sér tilkynningu í gær og sagði ekkert óeðlilegt við þessar greiðslur. Þessu er Sigurður P. Sigmundsson, formaður frjálsíþróttadeildar FH, ósammála.

„Við í frjálsíþróttadeildinni erum bara sorgmædd og orðlaus yfir því sem fram kemur í þessari skýrslu. Þetta er náttúrulega miklu stærra heldur en okkur gat grunað og það er greinilegt af skýrslunni að það er margt athugunarvert við færslu bókhalds og við veltum auðvitað fyrir okkur hvað endurskoðandi félagsins er að gera. Það er verið að færa þarna byggingarkostnað yfir hluti sem standast ekki og það er verið að leiðrétta bókhald fjögur ár aftur í tímann og spurning hvort að endurskoðandinn sé að fara á svig við lög og reglur um bókhald,“ segir hann í samtali við RÚV.

„Þetta er náttúrulega skellur fyrir íþróttastarfsemina og þessi skýrsla er áfellisdómur yfir rekstri FH. Og ég get ekki séð annað en að það verði töluverðar breytingar á skipan aðalstjórnar FH og rekstarfyrirkomulagi félagsins í Kaplakrika. Það er alveg ljóst að það hefur vantað gegnsæi og í nútímaþjóðfélagi þá þarf allur rekstur að vera gegnsær. En við í frjálsíþróttadeildinni erum ekki í stöðu til að gera neitt nema krefjast þess að félagið verði rekið á faglegum grunni, það er nú ekki meira sem við biðjum um.“

Sigurður var spurður að því hvort frjálsíþróttadeildin muni fara fram á að Viðar víki úr starfi formanns.

„Ég held að það segi sig sjálft að hann verður að hugsa sína stöðu, ég get ekki ímyndað mér að hann ætli að halda áfram, ég bara trúi því ekki,“ segir Sigurður.

Meira
Ólga á meðal Hafnfirðinga og Davíð Þór tjáir sig – „Okkur finnst ansi harkalega að okkur vegið“

Meira
Bærinn ýjar að því að gjaldþrot FH sé hugsanlegt – Svona hljóðar lagagreinin sem vísað er í

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arteta gefur í skyn að hann muni ekki gera það sem margir kalla eftir

Arteta gefur í skyn að hann muni ekki gera það sem margir kalla eftir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fundur á dagskrá – Gæti farið frá United eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu

Fundur á dagskrá – Gæti farið frá United eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áfengisbanninu verði ekki aflétt

Áfengisbanninu verði ekki aflétt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Fjalar ráðinn til Vals