Fram minntist í dag Ásgríms Gunnars Egilssonar, stuðningsmanns félagsins, en hann er fallinn frá 31 árs gamall.
Auk þess að vera dyggur stuðingsmaður Fram er Ásgrímur þrefaldur Íslandsmeistari í hnefaleikum. Hann vann árin 2017, 2018 og 2019.
„Fram-fjölskyldan kveður með miklum söknuði Framarann okkar, Geiramanninn og trommarann Ásgrím Egilsson, sem lést langt um aldur fram.
Ási var einstakur gleðigjafi og trommaði á leikjum, í hvaða veðri sem var. Við sendum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúðarkveðjur,“ segir í færslu Fram.
Fram-fjölskyldan kveður með miklum söknuði Framarann okkar, Geiramanninn og trommarann Ásgrím Egilsson, sem lést langt um aldur fram. Ási var einstakur gleðigjafi og trommaði á leikjum, í hvaða veðri sem var. Við sendum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúðarkveðjur 🤍 #hvarersósan pic.twitter.com/BRCcrod7iM
— Fram (@FRAMknattspyrna) December 18, 2024