Jan-Christian Dreesen, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, er svartsýnn á að fá Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen.
Hinn 21 árs gamli Wirtz er einn mest spennandi leikmaður heims og eftirsóttur af liðum á borð við Manchester City og Real Madrid, auk Bayern.
Talað hefur verið um að verðmiðinn á Wirtz sé um 150 milljónir evra en samkvæmt fréttum í vikunni er Wirtz opinn fyrir því að skrifa undir nýjan samning við Leverkusen. Núgildandi samningur hans gildir þó til 2027.
„Ég held að Bayer Leverkusen muni ekki hleypa honum burt,“ segir Dreesen um málið.
Wirtz er kominn með 11 mörk og 5 stoðsendingar í öllum keppnum á leiktíðinni, en Leverkusen situr í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.