Paulo Dybala gæti farið til Tyrklands í janúarglugganum, en hann er opinn fyrir því að ganga í raðir Galatasaray.
Galatasaray er í leit að sóknarmanni í fjarveru Mauro Icardi, sem er meiddur, og gæti hinn 31 árs gamli Dybala reynst álitlegur kostur.
Argentínumaðurinn er á mála hjá Roma en félögin hafa ekki rætt saman enn sem komið er. Sjálfur hefur hann þó rætt við félagið og er opinn fyrir því að fara.
Samningur Dybala, sem lék lengi með Juventus, rennur út eftir yfirstandandi leiktíð.
🚨🟡🔴 Understand @GalatasaraySK are now pushing to sign Paulo #Dybala ✔️
The 31-year-old striker from AS Roma is a transfer target in the winter to replace the injured Mauro Icardi.
Talks have started. Dybala is said to be open to the move. No negotiations between the clubs… pic.twitter.com/Pkz8E2hL8Q
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) December 17, 2024