Eric Maxim Choupo-Mouting er búinn að skrifa undir hjá bandaríska félaginu New York Red Bulls.
Þessi 35 ára gamli framherji gerir tveggja ára samning í New York með möguleika á eins árs framlengingu, en hann kemur á frjálsri sölu.
Samningur Choupo-Mouting við Bayern Munchen rann út í sumar en hann hafði verið fjögur ár hjá félaginu. Skoraði hann 38 mörk í 122 leikjum og vann þýsku úrvalsdeildina í þrígang.
Hann hefur einnig spilað fyrir lið eins og Paris Saint-Germain og Stoke.
Welcome to the Metro, Choupo 🗽
We have acquired Cameroon International Eric Maxim Choupo-Moting.#RedRunsDeep 🔴 @OANDA pic.twitter.com/eFvG6OM0xq
— New York Red Bulls (@NewYorkRedBulls) December 18, 2024