Mikel Arteta, stjóri Arsenal, virðist ekki æstur að bæta við sig leikmönnum í janúarglugganum.
Arsenal er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 6 stigum á eftir toppliði Liverpool og hefur verið í vandræðum með færasköpun undanfarið. Margir kalla eftir því að fá inn framherja í janúar.
„Ég treysti algjörlega þeim leikmönnum sem við erum með innanborðs núna,“ sagði Arteta hins vegar er hann ræddi við blaðamenn í aðdraganda leiksins við Crystal Palace í 8-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld.
„Við sköpum mikið af færum og fáum fá færi á okkur. Ég treysti þessum leikmönnum,“ sagði hann enn fremur.