Það er útlit fyrir að Marcus Rashford sé á förum frá Manchester United og gæti félagið fundið arftaka hans í Frakklandi.
Rashford er ekki inni í myndinni hjá Ruben Amorim, nýjum stjóra United, og var ekki í hóp í síðasta leik, sigurleiknum gegn Manchester City.
Hann er orðaður við brottför strax í janúar og er Paris Saint-Germain mikið nefnt til sögunnar.
Leikmaður PSG er þá orðaður við United í frönskum miðlum í dag en Le 10 Sport segir Rauðu djöflanna hafa fylgst með sóknarmanninum Randal Kolo Muani í nokkrar vikur.
Þá segir L’Equipe að að PSG sé til í að hleypa Kolo Muani burt í janúar, en hann hefur ekki staðið undir væntingum frá því hann var keyptur frá Frankfurt á um 76 milljónir punda í fyrra.