Hinn brasilíski Ronaldo stefnir að því að verða forseti knattspyrnusambansdins þar í landi.
Ronaldo, sem er auðvitað algjör goðsögn í knattspyrnuheiminum, er forseti Valladolid á Spáni en gæti nú orðið forseti knattspyrnusambandsins í heimalandinu.
Það verður kosið í mars á næsta ári en Ednaldo Rodrigues er að hætta sem formaður.
Ronaldo, sem er 48 ára gamall, spilaði bæði með Barcelona og Real Madrid á ferlinum, sem og AC Milan og Inter. Hann varð tvisvar heimsmeistari með brasilíska landsliðinu.