Legia Varsjá hefur áhuga á Gíska Gottskálk Þórðarsyni samkvæmt pólska miðlinum Goal.
Gísli hefur sprungið út með Víkingi á leiktíðinni og staðið sig vel í Sambandsdeildinni, þar sem góðar líkur eru á að liðið komist áfram úr deildarkeppninni.
Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, sagði við 433.is í dag að töluverður áhugi væri á miðjumanninum og að tilboð hafi borist, þó ekki nógu há svo Víkingur hafi íhugað að samþykkja þau.
Það er spurning hvort Legia sé eitt af þeim félögum sem hafa lagt inn tilboð eða hvort það eigi eftir að gera það.
Legia er í fjórða sæti pólsku úrvalsdeildarinnar sem stendur og spilar liðið í Sambandsdeildinni líkt og Víkingur. Legia varð síðast pólskur meistari 2021.
Meira
Víkingur fengið tilboð í Gísla Gottskálk – „Ekki alveg jafngóð og við teljum virði hans vera“