Knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson hefur verið látinn fara frá Kortrijk í Belgíu. Félagið staðfestir þetta.
Freyr tók við fyrir um ári síðan og bjargað Kortrijk á magnaðan hátt frá falli úr belgísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Gengið undanfarið hefur ekki verið gott og liðið í þriðja neðsta sæti eftir 18 leiki. Einhverjir stuðningsmenn kölluðu eftir höfði Freys sem nú er farinn.
„Kortrijk vill þakka Frey fyrir undanfarið ár og að halda félaginu í efstu deild á magnaðan hátt í vor,“ segir á heimasíðu félagsins. Þar kemur einnig fram að Jonathan Hartmann, aðstoðarmaður Freys, hafi verið látinn fara einnig.
„Þetta er mjög erfið ákvörðun fyrir félagið. Við þökkum Frey og Jonathan fyrir alla vinnuna og mikla fagmennsku,“ segir Pieter Eecloo, yfirmaður knattspyrnumála.
Freyr, eins og Arnar Gunnlaugsson, hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hér heima og spurning hvort þessi tíðindi hafi einhverja þýðingu hvað það varðar.
🗞️ KVK & Freyr Alexandersson uit elkaar
KV Kortrijk staat erop om Freyr te bedanken voor het afgelopen jaar en om onze club, na een fenomenale terugkeer, in eerste klasse te houden.
📝De volledige communicatie vind je via de link ⬇️https://t.co/HRB5BFooJZ pic.twitter.com/lPGiBEsKad
— KV Kortrijk (@kvkofficieel) December 17, 2024