Liverpool og Mohamed Salah nálgast samkomulag um nýjan samning Egyptans, samkvæmt spænska blaðinu Marca.
Samningur Salah rennur út eftir þessa leiktíð og mætti hann því ræða við önnur félög eftir áramót. Hann er hins vegar að eiga ótrúlegt tímabil og Liverpool hefur engan áhuga á að missa hann. Samkvæmt Marca verður tilkynnt um nýjan samning fyrir áramót.
Ekki er langt síðan Salah sjálfur sagði að það væru meiri líkur en minni á að hann færi annað eftir tímabilið en honum hefur greinilega snúist hugur.
Salah er kominn með 13 mörk og 9 stoðsendingar í 15 úrvalsdeildarleikjum á þessari leiktíð.