Chelsea er á eftir Stefanos Tzimas, sóknarmanni Nurnberg, samkvæmt Sky í Þýskalandi.
Hinn 18 ára gamli Tzimas er í eigu PAOK en hann kom á láni til Nurnberg í þýsku B-deildinni í sumar. Félagið mun hins vegar nýta sér 18 milljóna evra ákvæði í samningi hann og tryggja sér hann endanlega.
Félagið gæti svo grætt hressilega á Tzimas næsta sumar því Chelsea hefur áhuga, sem og Aston Villa og Newcastle.
Tzimas er með sjö mörk í þrettán leikjum á þessari leiktíð í Þýskalandi.