Lucien Agoume, miðjumaður Sevilla, er nú orðaður við Arsenal og talað um að hann gæti orðið arftaki Thomas Partey á Emirates.
Partey hefur verið hjá Arsenal síðan 2020 en gæti verið á förum. Samningur hans rennur út eftir þessa leiktíð og hefur ekki náðst samkomulag um framlengingu.
Arsenal er því farið að horfa í kringum sig og gæti Agoume reynst lausnin, en hann er algjör lykilmaður hjá Sevilla.
Agoume er 22 ára gamall og hefur verið hjá Sevilla í tæpt ár, en hann gekk í raðir félagsins frá Inter í janúar á þessu ári.