Vitor Pereira og Wolves hafa komist að samkomulagi um að Portúgalinn taki við sem knattspyrnustjóri.
Gary O’Neil var á dögunum rekinn úr starfi stjóra Wolves eftir dapurt gengi á leiktíðinni, en liðið er í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Pereira, sem er 56 ára gamall, var síðast með Al-Shabab í Sádi-Arabíu, en hann hefur þjálfað víða um heim, þar á meðal í Kína og Tyrklandi.
Næsta starf hans verður að reyna að snúa gengi Úlfanna við.
🟠🐺 Vitor Pereira’s appointment has new Wolves head coach has been sealed today, as expected.
Documents are being checked. pic.twitter.com/wDL6T0YMAl
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 17, 2024