Stuðningsmenn á HM 2034 í Sádi-Arabíu munu ekki geta keypt sér bjór á vellinum. Guardian fjallar um málið.
Á dögunum varð ljóst að HM yrði haldið þar í landi að vetri til, líkt og í Katar fyrir tveimur árum.
Þá var einmitt bannað að kaupa sér áfengi á mótinu og það sama mun eiga við nú samkvæmt Guardian.
Áfengisbann hefur verið í Sádí síðan 1952 og verður banninu ekki aflétt fyrir stuðningsmenn á HM í knattspyrnu.