Marcus Rashford er sennilega á förum frá Manchester United fyrr en síðar en er ekki inni í myndinni hjá nýja stjóranum Ruben Amorim.
Amorim hafði Rashford og Alejandro Garnacho utan hóps í sigrinum á Manchester City í gær og ýtir það undir að enski sóknarmaðurinn sé á förum.
Samkvæmt veðbönkum eru einhverjar líkur á að Rashford endi hjá Arsenal, Barcelona, Chelsea eða liði í Sádí-Arabíu en yfirgnæfandi líkur eru á að hann endi hjá Paris Saint-Germain.
Franska félagið hefur lengi sýnt Rashford áhuga og gæti nú látið til skarar skríða í ljósi stöðu hans á Old Trafford, þar sem hann á þó þrjú og hálft ár eftir af samningi sínum.