fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
433Sport

Vestmannaeyjabær hafnar beiðni ÍBV – „Verður ekki annað séð en að það markmið náist“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 16. desember 2024 11:00

Frá Vestmannaeyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vestmannaeyjabær hefur hafnað beiðni ÍBV um aukafjárveitingu til að fjármagna hitalagnir undir gervigrasið sem verður lagt á aðalvöll félagsins, Hásteinsvöll, fyrir næsta sumar.

Þetta kemur fram í fundargerð frá fundi bæjarráðs síðastliðinn miðvikudag. ÍBV hafði farið fram á 20 milljóna króna aukafjárveitingu.

„Það er mat ÍBV og annara fagaðila að nauðsynlegt sé að koma hitalögnum undir völlinn sem síðar verða nýttar í upphitun vallarins, en ekki er gert ráð fyrir hitalögnum í
útboðsgögnum Vestmananeyjabæjar. Ef setja á hitalagnir undir völlinn þarf það að gerast áður en jöfnunarlag og grasmottan eru sett niður og liggur það fyrir að töluvert hagræði er fyrir Vestmannaeyjabæ að gera það núna frekar en síðar.

Með því að hafa hitalagnir klárar undir vellinum frá upphafi gefst einnig tími til að leita að leiðum til að hita hann upp og finna leiðir til að halda rekstrarkostnaði í lágmarki við að halda vellinum frostfríum. Í Vestmananeyjum er engin reynsla af nýtingu gervigrasvallar utandyra og því mikilvægt að hitalagnir séu til staðar ef nýting vallarins verður ekki eins og bæjaryfirvöld leggja upp með,“ sagði meðal annars í erindi ÍBV.

Bæjarráð fundaði með forsvarsmönnum ÍBV þann 4. desember þar sem menn báru saman bækur sínar. „Samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði er heildarkostnaður við hitalagnir sem tengjast inn á kerfi HS Veitna áætlaður 85 m.kr. og að auki er árlegur rekstrarkostnaður áætlaður 60 m.kr. Heildarkostnaður við hitalagnir sem yrðu tengdar varmadælu er áætlaður 265 m.kr. og árlegur rekstrarkostnaður um 30 m.kr,“ segir í fundargerðinni.

Vegna mikils kostnaðar við hitalagnir og rekstur á þeim sá bæjarráð ekki ástæðu til að breyta áætlunum varðandi gervigras á Hásteinsvöll og beiðni ÍBV þar með hafnað.

„Markmiðið með framkvæmdinni er að lengja tímabilið og auka nýtingu vallarins hvern dag svo fleiri iðkendur geti æft og keppt á honum stóran hluta ársins. Samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði verður ekki annað séð en að það markmið náist. Gervigras og flóðlýsing á Hásteinsvöll mun stórbæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Vestmannaeyjum. Á árunum 2024-2026 er gert ráð fyrir 280 m.kr. m.v. verðlag þessa árs í framkvæmdina,“ segir meðal annars í niðurstöðu bæjarráðs.

Fundargerðin í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fór í viðtal og sendi væna sneið á Albert – „Hvernig gengur þér?“

Fór í viðtal og sendi væna sneið á Albert – „Hvernig gengur þér?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kroos hringdi í lækni vegna drykkju – ,,Ástandið mátti ekki versna“

Kroos hringdi í lækni vegna drykkju – ,,Ástandið mátti ekki versna“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Chelsea lagði Brentford – Tottenham skoraði fimm í fyrri hálfleik

England: Chelsea lagði Brentford – Tottenham skoraði fimm í fyrri hálfleik
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Manchester United vann á Etihad – Tvö mörk á lokamínútunum

England: Manchester United vann á Etihad – Tvö mörk á lokamínútunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta um Sterling: ,,Erfitt fyrir mig og hann“

Arteta um Sterling: ,,Erfitt fyrir mig og hann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Campbell heiðraður á Emirates – ,,Einn af okkur“

Campbell heiðraður á Emirates – ,,Einn af okkur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“
433Sport
Í gær

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“
433Sport
Í gær

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum